Herskip

Herskip

Kaupa Í körfu

Herskip koma til Reykjavíkur Hópur tundurduflaslæðara á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) er nú í höfn í Reykja- vík. Samanstendur hann af sex bátum frá aðildarríkjum NATO. Forystuskipið er norskt, HNoMS Nordkapp, en hinir bátarnir eru ENS Sakala frá Eistlandi, FGS Rottweil frá Þýskalandi, HNoMS Otra frá Noregi, BNS Bellis frá Belgíu og HNLMS Schiedam frá Hollandi. Helstu verkefni þessara báta felast í leit og eyðingu tund- urdufla og sprengja í hafinu, en mikil hætta getur stafað af slíkum duflum og auka aðgerðir þessar því öryggi sjófarenda. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands kom tundurduflafloti NATO síðast hingað til lands árið 2013. Þá fannst tundurdufl í Hvalfirði sem eytt var í samstarfi við sér- aðgerðasveit Landhelgisgæsl- unnar. Að þessu sinni er gert ráð fyrir að sambærileg leit fari aftur fram, m.a. í Hvalfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar