Nesskaupstaður - Snjóflóð

Nesskaupstaður - Snjóflóð

Kaupa Í körfu

Maður frá Vegagerðinni mokar frá röri undir veg þannig að ekki flæði yfir veginn Óli Þór Árnason, veðurfræðing- ur hjá Veðurstofunni, segir snjóflóðahættu litla þótt mörg snjóflóð hafa fallið í gær á Aust- fjörðum. Hins vegar verði líklega krapaflóðahættan ennþá fyrir hendi út daginn í dag. Hann segir að það muni stytta upp fljótlega eftir hádegi í dag, laugardag. „Þá verður þetta allt mun stöð- ugra þótt það verði ágætlega milt þarna áfram. Aðalmunurinn er að losna við rigninguna þannig að það sé ekki eins hröð leysing. Ef þetta fær að sjatna í rólegheitum veldur þetta nú sjaldnast miklum vandræðum,“ segir Óli. Jón Þór Víglundsson upplýs- ingafulltrúi Landsbjargar segir að allt virðist vera með kyrrum kjörum en vel á áttunda tug björgunarsveitarmanna hafi verið til taks á Austfjörðum frá því þeir voru fyrst kallaðir út. Á myndinni mokar starfsmaður Vegagerðarinnar frá ræsi svo ekki flæði yfir veginn í nágrenni við Reyðarfjörð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar