Hestamenn á ókláruðum Vesturlandsvegi

Hákon Pálsson

Hestamenn á ókláruðum Vesturlandsvegi

Kaupa Í körfu

Atli Guðlaugsson og afasynir af Tindum 8648019 Framkvæmdirnar við Vesturlandsveg á Kjalarnesi bæta aðgengi íbúa að heimilum sínum. Framkvæmdirnar við Vestur- landsveg á Kjalarnesi verða til mikilla framfara fyrir íbúa á svæðinu, m.a. hestamenn, segir Atli Guðlaugsson, söngstjóri og tómstundabóndi á Tindum. Nefn- ir hann að upp undir 30 heim- reiðar verði lagðar af en í staðinn komi hringtorg og sveitavegir sem íbúar og gestir geti notað til að komast heim á bæina á öruggari hátt. Varðandi hestamennskuna felast framfarirnar m.a. í því að byggð verða undirgöng við Móaberg í Kollafirði og Saltvík sem hestamenn geti notað. Þurfi þeir því ekki að ríða yfir Vestur- landsveg. Þá verði reiðvegurinn við hliðina á sveitaveginum og hægt að nýta gömlu þjóðleiðina úr Kollafirði og inn í Kjós. Atli var á ferðinni í fyrradag með tveimur barnabörnum, Jómundi Atla og Ólafi Kristni Bjarnasonum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar