Eldblóm x bleika slaufan - Sigga Soffía

Eldblóm x bleika slaufan - Sigga Soffía

Kaupa Í körfu

Hallargarðurinn Dansverkið Eldblóm var klætt í bleikan búning í ár og er það til heiðurs bleiku slaufunni, árlegu átaksverkefni Krabbameins- félagsins, tileinkuðu baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Verkið hannar Sigga Soffía Níelsdóttir og hefur hún unnið að sýningunni síðan síðasta haust. Fjöldi manns lagði leið sína í Hallargarðinn í Reykjavík í gær þegar verkið var frumsýnt. Umgjörð sýningarinnar er óhefð- bundin, en sviðið er blómabeð í Hallargarðinum og dansararnir eru blóm. Verkið Eldblóm var frumsýnt árið 2020 og er nú sett upp í þriðja sinn. Í heild munu 7.000 laukar, dalíur og liljur springa út yfir sumarið. Laukar og fræ úr beðinu verða svo seld og rennur ágóði óskiptur til Krabbameins- félagsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar