Metfjöldi skipa við Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Metfjöldi skipa við Húsavík

Kaupa Í körfu

Alls hefur 41 skemmtiferðaskip boðað komu sína til Húsavíkur í sumar. Þórir Örn Gunnarsson, rekstrarstjóri hafna Norður- þings, á von á því að það verði mikið að gera en að hans sögn er fjöldi skipa í ár með því mesta sem sést hefur. Skipin eru flest svonefnd leið- angursskip og eru stærstu skipin um og yfir 200 m á lengd. Þórir segir þau þó ekki raska starfsemi hvalaskoðunarinnar. „Ég held að þetta hafi bara gengið mjög vel. Það voru aðeins hnökrar til að byrja með þegar skemmtiferðaskipin ætluðu að freista þess að fara í hvalaskoðun á skipunum, en við höfum reynt að beina þeim frá því,“ segir Þór- ir. Myndin sýnir þrjú skip í og við höfnina í síðustu viku. Þórir segir Húsvíkinga mjög jákvæða fyrir auknu streymi ferðamanna á þessum tíma árs. Þá flykkist fólk af skipum á söfn og veitingastaði og sveitarfélagið njóti þannig í heild sinni góðs af ferðaþjónustunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar