Grund

Grund

Kaupa Í körfu

Verið er að byggja garðskála og kaffihús Vinna er í fullum gangi við byggingu á garðskála í garði dvalarheimilisins Grundar við Hringbraut í Reykjavík en fyrsta skóflustungan var tekin í maí. „Það er verið að byggja garðskála fyrir heimilismenn og aðstandend- ur þeirra og þá er verið að taka lóð- ina í gegn. Við erum að endurnýja allan gróðurinn í garðinum en hann var allur orðinn úr sér genginn. Það koma ný tré og nýir runnar. Síðan er vinna í gangi við að hækka vegginn sem var of lágur og mun hann hækka um 20-30 sentimetra,“ segir Hlynur Rúnarsson, sviðs- stjóri fasteignasviðs Grundarheim- ilanna, í samtali við Morgunblaðið en hann áætlar að framkvæmdun- um verði lokið næsta vor. „Það er verið að gera svakalega fína aðstöðu fyrir heimilisfólkið og gesti þess. Í garðskálanum verður kaffihús og það verður virkilega gaman að sjá útkomuna. Þetta verður flott útivistarsvæði fyrir heimilismenn sem geta notið næsta sumars í miklu betri aðstæðum,“ segir Hlynur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar