Hrekkjavaka

Hrekkjavaka

Kaupa Í körfu

Hrekkjavaka í hlíðunum Vampírur, draugar og litlar ófreskjur sáust víða á kreiki í gær þegar hrekkjavakan var haldin hátíðleg. Þegar myrkva tók fóru skuggalegu verurnar á stjá með poka í hendi í von um að geta fyllt þá af sælgæti og öðru góðgæti. Í tilefni dagsins höfðu margir tekið sig til og skreytt bæði hús og garða. Ljósaseríur, draugabrúður og kóngulóarvefir sem héngu úr trjám og þakskeggjum settu svip sinn á íbúðahverfi og kerti lýstu upp grimmilega svipi sem búið var að skera út í vegleg grasker.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar