Jakkalakkar
Kaupa Í körfu
Boss HHHC hópurinn hleypur 6 maraþon á 6 dögum! Við munum hlaupa af krafti fyrir Kraft! Mánudaginn 14.ágúst verður lagt í hann frá Akureyri og föstudaginn 18. ágúst verður hópurinn kominn til Reykjavíkur. Þetta samsvarar 5 maraþonhlaupum á fimm dögum fyrir hvern hlaupara í hópnum. Sjötta maraþon hópsins verður svo hið eina sanna Reykjavíkur maraþon Íslandsbanka þann 19. ágúst. Við hlaupum fyrir Kraft og í minningu Ingu Hrundar Kjartansdóttur, sem lést í fyrra aðeins 37 ára af völdum krabbameins. Inga Hrund var eiginkona Rúnars Marinós Ragnarssonar, sjúkraþjálfara og félaga okkar, og móðir tveggja ungra dætra. Hennar er sárt saknað af öllum en minning hennar er björt og falleg. Við viljum að auki tileinka hlaupið okkar öllum ungum fjölskyldum sem hafa þurft að glíma við krabbamein. Við erum stoltir af því að hlaupa fyrir Kraft. Þau vinna ómetanlegt starf og hafa reynst ótal mörgum fjölskyldum styrkur í gegnum erfiða baráttu við krabbann. Við viljum þakka stuðningsaðilum okkar fyrir magnaða aðstoð og margvísleg framlög til að gera 6 maraþon á 6 dögum möguleg. Við munum leggja okkur alla fram og snyrtilegur klæðnaður verður alltaf í fyrirrúmi (Hæ Boss!). Að þessu sinni verður hraðinn ekki aðalatriði. Við minnum samt á að HHHC er hraðasti hlaupahópur landsins og um leið sá fallegasti, a.m.k. ef við erum spurðir!
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir