Venus á leið bakvið tunglið

Venus á leið bakvið tunglið

Kaupa Í körfu

tunglið og venus „Tunglið fór fyrir Venus í gær- morgun, sem er frekar sjaldgæfur atburður, og sem betur fer viðraði frábærlega um nánast allt land svo flestallir Íslendingar gátu notið sjónarspilsins,“ segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar. „Svona sam- staða gerist einu sinni í mánuði, en það gerist mjög sjaldan að tunglið nái að myrkva plánetu frá okkar sjónarhóli hérna á jörðinni.“ Sjálfur fylgdist Sævar með stefnumótinu úr flugvél á leiðinni frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Næst fer tungl fram hjá Venusi 9. desember, en Sævar telur að það muni ekki verða jafn tilkomu- mikið og í gær. „Nú kveður Venus okkur á morgunhimninum í byrj- un næsta árs og næsta stefnumót tungls og Venusar verður ekki fyrr en á kvöldhimninum í byrjun ársins 2025. Næst á tunglið stefnumót við Satúrnus kvöldið 20. nóvember og síðan við hinn skæra Júpíter föstudagskvöldið 24. nóvember og þegar líður að morgni 25. nóv- ember verður stysta bilið milli þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar