Búfénaður í Þingeyjasveit

Atli Vigfússon

Búfénaður í Þingeyjasveit

Kaupa Í körfu

Forvitinn búfénaður á bænum Lyngbrekku í Reykjadal Laxamýri – Tíðarfar hefur verið með besta móti í Þingeyjarsveit undanfarið og þó að komin sé fimmta vika vetrar er enn þá auð jörð. Bændur og búfénaður hafa notið veðurblíðunnar og víða hefur mátt sjá húsdýr úti við á bæjum sem er ekki alvanalegt á þessum árstíma á Norðaustur- landi. Á bænum Lyngbrekku í Reykjadal eru kindur og kvígur enn þá úti og fara vel með sig enda gefið hey í grindur. En senn styttist í útivistinni því að skammdegið sækir á og dagarnir eru að verða dimmir. Það getur orðið allra veðra von og þá er gott að vera kominn í gott skjól þegar stormar og stórhríðir taka völdin

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar