Grindavík - Ragnar Hauksson

Grindavík - Ragnar Hauksson

Kaupa Í körfu

Sauðburður við Grindavík Ragnar Hauksson hafði í nógu að snúast í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins sótti bæinn Stað við Grindavík heim. Hann segir sauðburð í ár hafa gengið afar vel, þrátt fyrir lætin í náttúrunni. Komu til að mynda í heiminn hátt í 140 lömb á 48 klukkustundum. Ragnar segir kindurnar hafa þurft að yfirgefa bæinn þegar hættuástand í Grindavík var sem mest og var það að kröfu Matvælastofnunar. Skepnurnar fengu þó að snúa aftur heim til Grindavíkur nýliðinn vetur. Talsvert líf var í Grindavík í gær og sól skein í heiði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar