Bolholt

Bolholt

Kaupa Í körfu

Byggingarkrani trónir nú yfir fjölbýlishúsi sem rís í Bolholti í Reykjavík. Valhöll, húsakynni Sjálfstæðisflokksins, var þar áður áberandi kennileiti. Sé horft úr norðri glittir nú rétt í bygginguna. Í Bolholti 7-9 rís nú 47 íbúða fjölbýlishús. Í október 2021 samþykkti byggingarfulltrúi tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóð Sjálfstæðisflokksins á Háaleitisbraut 1. Í tillögunni fólst að bætt yrði við tveimur nýjum byggingarreitum á lóðinni auk þess sem heimilt yrði að stækka hús Veitna við Bolholt 5. Næst Kringlumýrarbraut er heimilt að reisa fimm hæða byggingu með bílakjallara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar