Sæbraut - Gosþoka

Sæbraut - Gosþoka

Kaupa Í körfu

Útsýnið yfir höfuðborgina í gær minnti á mengun í stórborgum erlendis Talsverð gosmóða frá eldgos- inu við Sundhnúkagíga var yfir höfuðborgarsvæðinu í gær. Slík móða, sem einnig er kölluð blámóða, verður til þegar brenni- steinsdíoxíð, önnur gös og agnir hvarfast við súrefni og raka með til stuðlan sól arljóss . Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu þar sem varað var við útivist barna og þeirra sem veikir eru fyrir í öndunarfærum. Í Kópavogi var ákveðið að loka vinnuskóla bæjarins og var leik- skólabörnum haldið innandyra. Ef gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag gengur eftir kemur mengunin til með að blása út Reykjanesið og þaðan út á haf með breyttri vindátt. Eldgosið við Sundhnúkagíga er áfram nokkuð stöðugt en í dag eru liðnir 14 dagar frá því það hófst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar