Ökumenn látnir bíða eftir engu

Kristján H. Johannessen

Ökumenn látnir bíða eftir engu

Kaupa Í körfu

Búið er að loka fyrir almenna umferð ökutækja ofarlega á Laugavegi í Reykjavík, mitt á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar. Í stað umferðargötu má nú þar finna göngugötu. En þrátt fyrir þá breytingu eru gömlu umferðar- ljósin enn virk. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin frá nýju göngugötunni og er horft vestur í átt að verslunarhluta Laugavegar. Líkt og sjá má er grænt umferðarljós á bílaumferð sem ekki er til staðar. Á meðan græna ljósið logar bíða ökumenn á Snorrabraut á rauðu ljósi. Eru þeir þannig látnir víkja fyrir eng- um. Marta Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir þetta hluta af stefnu meirihlutans í borginni – í stað þess að liðka fyrir umferð er hægt á öllu. „Þessi ljós eru bæði tilgangslaus og óskiljanleg,“ segir hún

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar