Rjúpa - Rjúpur

Rjúpa - Rjúpur

Kaupa Í körfu

búið að nota blað 4. maí 2024 Rjúpur eru enn sjáanlegri þessa dagana en vanalega. Helgast það af því að þær eru enn í vetrarbún- ingnum og fyrir vikið er auðvelt að koma auga á þær þar sem þær vappa um móa þessa lands. Doppóttar verða þær fyrst áður en þær skipta alfarið um ham. Í þessu ástandi eru þær enn einn vorboðinn og áminning þess að stutt er í sólríka sumardaga. Þess- ar tvær verða eflaust fegnar þegar hamskiptin yfir í brúnt hafa átt sér stað því þangað til gætu vargar átt auðvelt með að næla sér í bita. Rjúpa er eini hænsnfuglinn sem lifir villtur á Íslandi. Hún fellir bolfjaðrir þrisvar á ári en flug- fjaðrir aðeins einu sinni. Rjúpan flýgur hratt og lágt með hröðum vængjatökum og lætur sig svífa með sveigða vængi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar