TF - Líf flutt norður á safn

TF - Líf flutt norður á safn

Kaupa Í körfu

Björgunarþyrlan TF-LIF yfirgaf Reykjavíkurflugvöll í síðasta sinn. TF-LIF, björgunarþyrla Landhelgisgæslu Íslands í aldar- fjórðung, yfirgaf í gær Reykjavíkurflugvöll í síðasta sinn. Var ekið með þyrluna norður á Akureyri þar sem hún verð- ur til sýnis á Flugsafni Íslands. Ríkið keypti þyrluna árið 1995 og kom hún til landsins þá um vorið. Koma þyrlunnar markaði strax mikil tímamót, enda hafði hún m.a. mikla burðargetu og flugþol auk þess sem hún var búin afísingar- búnaði. Frá árinu 1995 og fram á árið 2020 var alls 1.565 manns bjargað eða fluttir í sjúkraflugi með TF-LIF.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar