Trillukarl í Ólafsvík

Alfons Finnsson

Trillukarl í Ólafsvík

Kaupa Í körfu

Við sjávarsíðuna er vetrarvertíð er nú í algleymingi og mokveiði er þessa dagana hjá sjómönnum á bátum sem gerðir eru út frá höfn- um í Snæfellsbæ. „Hér er fiskur um allan sjó. Ég verð væntan- lega með tvö tonn af þorski eftir daginn í dag, en á sunnudag náði ég þremur tonnum. Hér hefur verið ágætt veður að undanförnu en núna er aðeins að kólna og hvessa,“ sagði Klemens Sigurðs- son sjómaður, Siggi á Bakka SH 228, þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Alfons Finnsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Ólafsvík, hefur eftir sjómönnum að aflabrögðin séu góð og í rauninni „algjört rugl“. Margir bátar eru á sjó; sumir fiska við Rif, Hellissand og Öndverðarnes en aðrir úti á Breiðafirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar