Eldgos

Eldgos

Kaupa Í körfu

Það eldgos sem hófst í gærkvöldi á Reykjanesi er annað gos svæðisins á þessu ári og hið fjórða á þremur árum. Eftir fremur stutta skjálftavirkni brutust eldtungur fram og var mönnum nær samstundis ljóst að um tals- vert kröftugri atburð var að ræða nú en fyrri ár. Morgunblaðinu bárust fjölmargar tilkynningar, ljósmyndir og myndskeið frá fólki sem varð vitni að atburðarásinni. Þannig má sem dæmi nefna að frá Val- húsahæð á Seltjarnarnesi, Nauthólsvík í Reykjavík og Njarðvík á Reykjanesi barst myndefni sem allt sýndi rauðan næturhimin og glóandi eldsprungu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar