Öskudagurinn á Akureyri - Glerártorg

Þorgeir Baldursson

Öskudagurinn á Akureyri - Glerártorg

Kaupa Í körfu

Panem et circenses, brauð og leikar, var skýlaus og hávær krafa almúgafólks í Rómaveldi hinu forna. Pupullinn heimtaði sinn mat og sína afþreyingu vildu ráðamenn hafa hann við alþýðuskap og til friðs. Norðlensk börn í Ísbúðinni á Glerártorgi á Akureyri hafa að líkindum verið hófstilltari í sinni bæna- skrá en engu að síður var handagangur í öskjunni í gær þegar öskudagur var haldinn hátíðlegur. Lítið eimir nú eftir af þeirri vin- sælu iðju barna á öldinni sem leið, að laumast aftan að græskulausu fullorðnu fólki og hengja aftan á það svokallaða öskupoka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar