Grindavík - Vatn sett á bæinn og Vésteinn landar

Grindavík - Vatn sett á bæinn og Vésteinn landar

Kaupa Í körfu

Það var líf og fjör á höfninni í blíðunni í Grindavík í gær. Fiski var landað í bænum í fyrsta sinn síðan 11. janúar þegar fiskiskipið Vésteinn GK, sem fyrirtækið Einhamar gerir út, landaði tólf tonnum af þorski og ýsu. Menn féllust í faðma á bryggjunni enda hjól atvinnu- lífsins farin að snúast á nýjan leik í bænum. Kalt vatn fór að streyma til Grindavíkurbæjar í gær og fossaði vatn úr brunahönum. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði við Morgunblaðið að þetta væri mikill gleðidagur fyrir bæinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar