Vorverkin unnin í Reykjavík - Klambratún

Vorverkin unnin í Reykjavík - Klambratún

Kaupa Í körfu

Ekki var annað að sjá en að starfs- menn Reykjavíkurborgar væru farnir að huga að vorverkunum í höfuðstaðnum í gær þegar ljós- myndari blaðsins átti leið hjá. Starfsmennirnir voru í það minnsta að klippa tré og grisja á Klambratúni við Lönguhlíðina. Hitinn á höfuðborgarsvæðinu fór upp í sjö stig í gær og því var eflaust tilvalið að grípa í garð- yrkjustörfin jafnvel þótt einungis væri 4. mars. Útlit er fyrir hlýtt veður um allt land í dag ef veðurspáin gengur eftir. Hiti gæti verið frá 3 stigum allt upp í 11 stig á Hornafirði en víða 7 og 8 stiga hiti. Svipaður hiti gæti haldist fram að helgi. Samkvæmt dagatalinu eru enn um sjö vikur eftir af vetri því sum- ardagurinn fyrsti er 25. apríl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar