Kísiliðjan - Blaðamannafundur

Kristján Kristjánsson

Kísiliðjan - Blaðamannafundur

Kaupa Í körfu

Ríkið og Celite Corporation selja Allied EFA Kísiliðjuna í Mývatnssveit Áform uppi um að reisa kísilduftverksmiðju Andvirði eignarhlutar ríkisins notað til uppbyggingar á svæðinu ALLIED EFA hefur keypt 98,56% hlut í Kísiliðjunni í Mývatnssveit af ríkinu og Celite Corporation fyrir um 130-40 milljónir króna. Hlutafé Kísiliðjunnar var að 51% hluta í eigu ríkisins og Celite átti 48,56%, en 0,44% eru í eigu 18 sveitarfélaga á Norðurlandi. Þeim hefur verið boðið að ganga inn í tilboðið. MYNDATEXTI: Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, í ræðustól. Við borðið sitja Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Hreiðar Karlsson, fráfarandi formaður stjórnar Kísiliðjunnar. Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar ræddi fyrirhugaða kísilduftframleiðslu á blaðamannafundi á Hótel Reynihlíð í gær. Við borðið sitja Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Alþýðubankans, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Hreiðar Karlsson fráfarandi formaður stjórnar Kísiliðjunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar