Forsetahjón kveðja Paralympics hópinn á Bessastöðum

Eyþór Árnason

Forsetahjón kveðja Paralympics hópinn á Bessastöðum

Kaupa Í körfu

Forsetahjón buðu íslensku þátttakendunum á Ólympíumóti fatlaðra 2024, Paralympics í París, auk aðstandenda og fulltrúa frá Íþróttasambandi fatlaðra, til móttöku á Bessastöðum í dag. Fimm keppendur hafa tryggt sér þátttökurétt á leikunum og munu keppa fyrir Íslands hönd. Það eru þau Már Gunnarsson, Róbert Ísak Jónsson, Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir, sem öll keppa í sundi, og Ingeborg Eide Garðarsdóttir sem keppir í frjálsum íþróttum. Forsetahjón sækja Paralympics í París í lok ágúst en munu í dag óska íslenska hópnum velfarnaðar á mótinu fyrir brottför.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar