Nýtt gjaldskyldusvæði í Vesturbæ
Kaupa Í körfu
Á horni Seljavegar og Vesturgötu Íbúar fá viðvörun áður en þeir verða rukkaðir Gjaldskylda tekur brátt gildi á bíla stæðum við Seljaveg og Vesturgötu milli Ánanausta og Stýrimanna stígs í Reykjavík. Göturnar verða hluti af gjaldsvæði 2. Ákvörðunin um útvíkkun gjaldsvæða var tekin fyrr í sumar og hafa starfsmenn á vegum borgarinnar unnið hörðum höndum undanfarnar vikur við að koma upp viðeigandi merkingum og stöðumælum. Gjaldtaka átti að hefjast 1. september, en það var sunnudagur og mælarnir komu ekki upp fyrr en á mánudag. Ekki verður farið í að rukka strax en íbúar munu fá viðvörun í gegn um Ísland.is, sama kerfi og gjöld eru send út í. Er þetta til að gefa íbúum meiri aðlögunartíma. Auk Seljavegs og Vesturgötu stækkar gjaldsvæðið einnig á Aragötu, Oddagötu, Sæmundargötu og á bílastæði við Hallgrímskirkju.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir