Hjólakeppni

Ólafur Árdal

Hjólakeppni

Kaupa Í körfu

Krónumót Tinds hjólreiðafélags og Hjólaskólans, sem tileinkað er ungu kynslóðinni „Það voru 260 börn í keppninni hjá okkur núna, sem er algjört met,“ segir Einar G. Karlsson, for maður reiðhjólafélagsins Tinds, sem í samvinnu við Krónuna stóð fyrir árlegu Krónumóti Tinds hjólreiðafélags og Hjólaskólans í Öskjuhlíð í gær. Þar fengu börn á aldrinum 2-12 ára að spreyta sig. „220 börn tóku þátt í keppninni í fyrra, sem var líka met, en þetta er í sjöunda skiptið sem við höld um hana. Yngstu börnin fengu að stoð foreldranna á sparkhjólunum sínum og gleðin skein úr hverju andliti. Síðan fengu öll börnin númer á hjólin sín og ávextir og drykkir voru í boði fyrir alla og BMX Bros héldu hjólasýningu á milli aldursflokka. Þetta er klárlega krúttlegasta hjólamót ársins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar