Halla Tómasdóttir gróðursetur tré

Halla Tómasdóttir gróðursetur tré

Kaupa Í körfu

Vinaskógur, Þingvöllur, Skógræktarfélag Íslands, forseti Íslands 75 ár liðin frá fyrstu gróðursetningu Norðmanna á Þingvöllum Þess var minnst í gær með sérstakri athöfn í Vinaskógi að 75 ár eru liðin frá fyrstu gróður setningu frændþjóðanna Noregs og Íslands á Þingvöllum árið 1949. Forseti lýðveldisins, Halla Tómasdóttir, gróðursetti við það tilefni emblubirki í Vinaskógi á Þingvöllum ásamt þeim Jónatan Garðarssyni, formanni Skóg ræktarfélags Íslands (til vinstri), og Cecilie Willoch, sendiherra Noregs á Íslandi, sem sést hér fyrir aftan Höllu. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla gróðursetur tré frá því að hún tók við embætti forseta í síðasta mánuði. Fór Halla að fordæmi fyrirrennara síns, Vigdísar Finn bogadóttur, sem plantaði jafnan þremur trjám í hvert sinn; einu fyrir stúlkur, einu fyrir drengi og hinu þriðja fyrir börn framtíðar innar. Að gróðursetningu lokinni héldu forsetinn og aðrir viðstadd ir í skógarlundinn sem Norðmenn plöntuðu í fyrir 75 árum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar