Lónamáfur á Höfn í Hornafirði

Sigurður Ægisson

Lónamáfur á Höfn í Hornafirði

Kaupa Í körfu

Lónamáfur hefur haldið til á Höfn í Hornafirði að undanförnu Að þekkja eina máfategund frá annarri getur verið æði snúið og enn erfiðara ef um ungfuglabúning er að ræða, eins og þessi á með fylgjandi ljósmynd klæðist. Í þessu tilviki er um að ræða merkisgest, lónamáf, ekki ósvipaðan hettu máfnum okkar í útliti í fullorðins búningi, en þó aðeins stærri og með voldugra nef og dekkri fætur, og svarta hettu, sem nær lengra niður á hálsinn en á þeim síðarnefnda. Áður fyrr verpti lónamáfurinn eingöngu við Svartahaf og aust anvert Miðjarðarhaf en á síðustu árum hefur hann numið land í Vestur-Evrópu og meðal annars verpt á Bretlandseyjum og Írlandi. Hans varð fyrst vart hér á landi árið 2013 og hefur sést í nokkur skipti eftir það. Téður ungfugl hefur haldið til á Höfn í Hornafirði undanfarna daga

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar