Spursmál

María Matthíasdóttir

Spursmál

Kaupa Í körfu

Bjarni og flokkurinn eiga undir högg að sækja Spursmál, Urður Örlygsdóttir, Bjarni Benediktsson og Oddur Þórðarson Bjarni Benediktsson situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spurs mála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Bjarni tók við embætti forsætisráðherra þegar Katrín Jakobsdóttir vék úr ríkis stjórn og skellti sér í baráttuna um embætti forseta Íslands síð astliðið vor. Síðan þá hefur mikið gengið á á stjórnarheimilinu líkt og frægt er orðið, sem endaði með stjórnarslitum. Síðustu vikur hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt undir högg að sækja í skoð anakönnunum og fylgi flokksins verið á miklu flökti. Í þættinum fer Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, yfir nýjustu tölur úr könnun Prósents sem boða stórtíðindi. Auk Bjarna mæta þau Oddur Þórðarson og Urður Örlygsdóttir, fréttamenn á RÚV, í settið til að fara yfir helstu fréttir vikunnar, bæði innlendar og erlendar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar