Siglt við jökulröndina á Dornbanka

Þorgeir Baldursson

Siglt við jökulröndina á Dornbanka

Kaupa Í körfu

Snæfell EA var nýverið á grálúðuveiðum á Dohrnbanka djúpt vestur af landinu, á milli Grænlands og Íslands. Skipið sigldi þá innan um íshrafl sem var þar á stóru svæði. Fuglar flugu hjá er sólin var að setjast við sjóndeildar hring í norðrinu. Dohrnbanki hefur gjarnan verið gjöfull til fiskveiða, einkum á þorski er gengur þangað fyrri part vetrar. Á árum áður veiddist þar töluvert af stórri og vænni úthafsrækju en frá Reykjavík er um 200 mílna sigling á Dohrnbanka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar