Þórsarar æfa knattspyrnu á Akureyri

Kristján Kristjánsson

Þórsarar æfa knattspyrnu á Akureyri

Kaupa Í körfu

Bygging fjölnota íþróttahúss á Akureyri í alútboð Leitað eftir fjármagni hjá Byggðastofnun og menntamálaráðuneyti AKUREYRARBÆR hefur auglýst eftir aðilum til að taka þátt í forvali um hönnun og byggingu fjölnota íþróttahúss á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð sem boðið verður út í alútboði. MYNDATEXTI: Þórsarar á æfingu á velli sínum. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar hafa verið erfiðar norðan heiða í vetur og hefur Þór t.d. ekki leikið neinn æfingaleik í ár. Fjórum sinnum hefur verið reynt en aldrei tekist vegna veðurs. _______________________________________________ Þórsarar á æfingu á snæviþöktum Þórsvellinum. Aðstæður til knattspyrnuiðkana hafa verið frekar erfiðar norðan heiða í vetur. Þórsarar sem halda í æfinga- og keppnisferð til Spánar í dag, hafa enn ekki leikið æfingaleik á þessu ári en í þau fjögur skipti sem reyna átti slíkt, setti veðrið strik í reikninginn. Veðrið hafði einnig áhrif í gær, þegar leikmenn liðsins héldu suður yfir heiðar og í veg fyrir flugvélina til Spánar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar