Kristín Stefánsdóttir

Þorkell Þorkelsson

Kristín Stefánsdóttir

Kaupa Í körfu

Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari, er eigandi Cosmic ehf. sem á NO NAME-snyrtivörumerkið og NO NAME-förðunarskólann. Kristín fæddist í Vesturbænum í Reykjavík 1964 og ólst þar upp. Hún hóf nám í snyrtifræði árið 1980 hjá Maríu Dalberg á Snyrtistofunni Maju í Bankastræti. Einnig nam hún tísku- og ljósmyndaförðun við Complection London School of Make-up. Hún opnaði Snyrtistofuna NN á Laugavegi 27 árið 1982 og hóf um leið innflutning á NO NAME-snyrtivörum fyrir stofuna. Hún seldi stofuna og setti upp heildverslun með NO NAME-snyrtivörur 1988 og stofnaði síðan NO NAME-förðunarskólann 1997. Kristín hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um förðun og snyrtingu. Hún kenndi förðun á snyrtibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti í sex ár og kennir við NO NAME-förðunarskólann jafnframt því að stýra fyrirtækinu. Myndatexti: Lagerinn kannaður, f.v.: Sölukonurnar Sigríður Guðsteinsdóttir, Bryndís Ólafsdóttir og framkvæmdastjórinn Kristín Stefánsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar