Lækjargata 10

Jim Smart

Lækjargata 10

Kaupa Í körfu

ÁFORM eru um að opna veitingastað í Lækjargötu 10, en húsið, sem reist var árið 1877, er eitt elsta íbúðarhús úr hlöðnu grágrýti í borginni. Framkvæmdir vegna fyrirhugaðs veitingarekstrar eru langt komnar en enn vantar nokkur tilskilin leyfi fyrir rekstrinum. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu gegnum árin, meðal annars var Ísafoldarprentsmiðja þar til húsa frá 1879 og síðar Breiðfjörðsblikksmiðja frá 1902 og verslunin Breiðablik í kjallaranum frá 1904. Að sögn Arnars Sævarssonar, eins eiganda hússins, verður veitingastaðurinn sem nú á að opna á tveimur efri hæðunum og mun taka um 120 manns í sæti. Í kjallaranum verður minni staður þar sem fólk mun kaupa tilbúinn mat til að taka með sér heim. Arnar segir að stefnt sé að því að opna staðinn í þessum mánuði en enn vantar nokkur tilskilin leyfi fyrir veitingarekstri í húsinu. © Morgunblaðið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar