Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður

Rax /Ragnar Axelsson

Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður

Kaupa Í körfu

"Opnunin gagnvart útlöndum byrjaði hér" Á fornum slóðum Rúnar Júlíusson, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar um áratugaskeið, kynntist bandarískri tónlist í gegnum "Kanaútvarpið". Þau kynni breyttu lífi hans eins og hann rifjar upp í samtali við Ásgeir Sverrisson á heimili sínu í Keflavík. MYNDATEXTI: Rúnar Júlíusson er fróður vel um varnarsvæðið og breytingarnar sem þar hafa orðið í áranna rás enda vann hann þar um skeið sem unglingur ásamt félaga sínum, Gunnari Þórðarsyni. Síðar áttu þeir vinirnir eftir að leika þar á ótrúlegum fjölda dansleikja um langt árabil. Lengst af voru þrír til fjórir klúbbar jafnan starfræktir á Vellinum og þar var því mikla atvinnu að finna fyrir íslenska tónlistarmenn. Eftir valdatöku Clintons Bandaríkjaforseta árið 1993 varð snögg breyting þar á og nú heyrir til undantekninga að íslenskir tónlistarmenn skemmti mönnum á Keflavíkurflugvelli. Rúnar Júlíusson sendur hér einn hvassviðrisdag í apríl við skemmtistaðinn "Coconut Alley" sem forðum nefndist "Top of the Rock" og var einn alvinsælasti klúbburinn á Vellinum. Á höfði sér ber Rúnar mikinn kjörgrip, ekta Didda Bíló-húfu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar