Fylkir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Fylkir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu

Kaupa Í körfu

Fylkir tryggði sér í gærkvöld Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð með því að sigra Val í úrslitaleik á gervigrasinu í Laugardal. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1:1 en Fylkismenn höfðu betur í vítaspyrnukeppni, 4:2. Spennan var því öllu meiri en á sama tíma fyrir ári síðan þegar Fylkir vann yfirburðasigur, 5:0, í úrslitaleik liðanna. Myndatexti: Ómar Valdimarsson, fyrirliði Fylkis, lyftir bikarnum eftir sigurinn á Val í gærkvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar