Vaglaskógur

Kristján Kristjánsson

Vaglaskógur

Kaupa Í körfu

Sigurður Skúlason og Guðni Þorsteinn Arnþórsson voru að vonum ánægðir með smíðina. STARFSMENN Skógræktar ríkisins í Vaglaskógi smíðuðu í vetur fimm borð með bekkjum úr íslensku lerki. Sigurður Skúlason skógarvörður sagði að starfsmenn hefðu tekið efniviðinn með sér heim eftir að þeir unnu við grisjun í Ásbyrgi síðasta haust. Lerkið var gróðursett í Ásbyrgi á árunum 1951 til 1954 og var um 8 metra hátt þegar það var fellt á liðnu hausti. Borðunum fimm verður komið fyrir á vinsælum gönguleiðum í Vaglaskógi fyrir sumarið og geta gestir skógarins notið þess að hvíla lúin bein og snæða nesti sitt við hin íslensku lerkiborð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar