Leikhópur Hafnarfjarðarleikhússins

Jim Smart

Leikhópur Hafnarfjarðarleikhússins

Kaupa Í körfu

Englabörn í Hafnarfirði ÆFINGAR standa nú yfir í Hafnarfjarðarleikhúsinu á Englabörnum, nýju leikriti eftir Hávar Sigurjónsson.Það er Hilmar Jónsson sem leikstýrir en leikendur eru Margrét Ólafsdóttir, Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhannesson, Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Þau tvö síðastnefndu útskrifuðust úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í vor og eru þetta fyrstu hlutverk þeirra eftir að námi lýkur. Höfundur leikmyndar er Finnur Arnar Arnarson og búninga hannar Þórunn María Jónsdóttir. Ásta Hafþórsdóttir sér um gervi og Margrét Örnólfsdóttir tónlist. MYNDATEXTI: Leikhópur Hafnarfjarðarleikhússins ásamt höfundi og listrænum stjórnendum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar