Snóker

Sigurður Jökull

Snóker

Kaupa Í körfu

Tveir íslenskir snókerspilarar taka þátt í heimsmeistaramóti snókerspilara sem eru 21 árs og yngri. Það eru Daði Eyjólfsson og Hilmar Þór Guðmundsson sem halda fyrir Íslands hönd til Stirling í Skotlandi þar sem mótið fer fram. Það hefst í dag og stendur til 21. júlí. Hilmar Þór, sem er til vinstri á myndinni, er 18 ára og varð Íslandsmeistari meðal spilara yngri en 21 árs í vetur. Daði er tvítugur og Íslandsmeistari í fyrsta flokki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar