Reiða restin - Hedwig

Sigurður Jökull

Reiða restin - Hedwig

Kaupa Í körfu

Söngleikurinn Hedwig frumsýndur á fimmtudaginn Fullskapaður Björgvin Franz GLAMROKKSÝNINGIN Hedwig eftir John Cameron Mitchell og Stephen Trask var frumsýnd í Loftkastalanum á fimmtudag. /Það er ekki lítið lagt á nýskapaðan leikara að stíga fram á sviðið í sínu fyrsta aðalhlutverki sem Austur-Þjóðverjinn Hans Schmidt er breytist í Hedwig Robinson, lán- og kynlausa hrapandi rokkstjörnu. Björgvin Franz er í sviðsljósinu alla sýninguna, ber hana uppi, eins og sagt er, studdur skrautlegri hljómsveit sinni Reiðu restinni. Það var og mál manna á frumsýningunni að þar hefði komið fram á sjónarsviðið fullskapaður leikari. Það er í það minnsta álit leiklistargagnrýnanda Morgunblaðsins Sveins Haraldssonar sem segir að frammistaða hans sé "í einu orði lýst meistaraleg". MYNDATEXTI: Hedwig rokkar í rósrauðri ljósaveislu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar