Brúin á Jökulsá í Lóni

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Brúin á Jökulsá í Lóni

Kaupa Í körfu

Nýlega hófst vinna við styrkingu og endurbætur brúarinnar yfir Jökulsá í Lóni. Skipt verður um slitgólf og settar á það stálmottur, skipt um legur undir brúnni og settir nýir stálbitar utanyfir þá sem fyrir eru. Það er vinnuflokkur Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal sem vinnur verkið undir stjórn Sveins Þórðarsonar verkstjóra. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar endurbætur væru nauðsynlegar til að fulllestaðir vörubílar gætu farið um brúna. Eins væri um eðlilegt viðhald að ræða. Stefnt er að því að ljúka verkinu í ágúst næstkomandi. Á þessu ári eru 50 ár frá því smíði brúarinnar yfir Jökulsá í Lóni hófst og á því næsta hálf öld frá því hún var tekin í notkun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar