Hjólakappar leggja af stað

Brynjar Gauti

Hjólakappar leggja af stað

Kaupa Í körfu

TVÖ fjögurra manna lið hjólreiðagarpa lögðu af stað í gær í keppni um hringveginn til að flytja landsmótseldinn frá Reykjavík til Egilsstaða þar sem landsmót ungmennafélaganna verður sett í næstu viku. Annað liðið hjólar norður fyrir en hitt suður og austur um og eru báðar leiðir jafnlangar, 700 km. Keppnin hefur hlotið nafnið "Eldraunin" og sögðust keppendur beggja liða vera í toppformi þegar blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af þeim nokkrum mínútum fyrir brottför. "Plan A er að vinna - plan B er að lifa ferðina af," sagði einn kappsfullur keppandinn þegar hann hjólaði af stað. Keppendur sögðust búast við að ferðin tæki rúman sólarhring. Hægt er að fylgjast með hjólreiðamönnunum á mbl.is.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar