Steypa á brú

Steypa á brú

Kaupa Í körfu

Dekkið steypt á brú í Mjóddinni STEYPUVINNA við stóra dekkið á brúnni yfir Reykjanesbraut í Mjódd var hafin klukkan fimm á laugardagsmorgun og Reykjanesbraut lokað. Brynjar Brjánsson, yfirverkfræðingur hjá Ístaki, sagði að umferð yrði hleypt á aftur síðla laugardags. Hann sagði verkið sækjast vel og 100 rúmmetrar hafi verið steyptir á klukkustund síðan vinna hófst. "Það fara 12 til 13 hundruð rúmmetrar í þetta," sagði hann og bætti við að alls kæmu um 40 til 50 manns að verkinu, 30 hjá þeim sjálfum og svo mannskapur steypustöðvarinnar BM Vallár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar