Bretar styrkja íslenska námsmenn
Kaupa Í körfu
Níu íslenskir fræðimenn hafa fengið styrk frá ríkisstjórn Bretlands til framhaldsnáms þar í landi. Hér ræðir um svonefndan Chevening-styrk sem er helsti styrkur sem veittur er erlendum nemendum til námsdvalar í Bretlandi. Styrkþegarnir eru þau Guðmundur Þórðarson, Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, Kári Sigurðsson, Edda Magnus, Sigrún Gunnarsdóttir, Tómas Grétar Gunnarsson, Hildur Magnúsdóttir, Ragnheiður Alfreðsdóttir og Atli Ágústsson. Þá hefur Ragnhildi Þóru Káradóttur verið veittur GlaxoSmithKline-Chevening-styrkur sem breska ríkisstjórnin og samnefnt lyfjafyrirtæki standa sameiginlega að. Á myndinni má sjá styrkþegana ásamt John Culver, sendiherra Breta á Íslandi, Hjörleifi Þórarinssyni, fulltrúa GlaxoSmithKline, og Sir John Ramsden, yfirmanni Mið- og Norður-Evrópudeildar breska utanríkisráðuneytisins, er námsmennirnir voru kvaddir í hófi í breska sendiráðinu.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir