Umferðarslys

Rúnar Þór

Umferðarslys

Kaupa Í körfu

Umferðarslys á mótum Leiruvegri og Eyjafjarðarbrautar að austan föstudag 27 júlí 2001. Umferðarslys á Leiruvegi við Akureyri um kl 18 í kvöld ÁREKSTUR varð í fyrrakvöld á mótum Leiruvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri á Akureyri. Að sögn lögreglunnar var bíl ekið af Eyjafjarðarbraut eystri inn á hringveginn í veg fyrir bíl sem þar átti leið um, með þeim afleiðingum að bílarnir skullu saman og gjöreyðilögðust. Fernt var í bílunum og var fólkið flutt með minniháttar meiðsl á sjúkrahús á Akureyri. Annar bíllinn var fullur af mjólkurfernum og dreifðist mjólk um veginn. Báðir bílarnir voru dregnir af vettvangi og var gatnamótunum lokað í um tuttugu mínútur, rétt á meðan verið var að hreinsa upp og ganga frá. Lögreglan segir að slysið hafi farið mun betur en fyrstu upplýsingar báru með sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar