New York

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

New York

Kaupa Í körfu

BORGARSTJÓRI New York-borgar, Rudolph Giuliani, mælist nú til þess að þjónum sem starfa í borginni séu greidd 25% af reikningi í þjórfé. Þetta kom fram á fréttavef norska dagblaðsins Aftenposten. Ráðamenn í neytendamálum í New York með borgarstjórann í broddi fylkingar hafa kveðið á um að 25 af hundraði sé hæfilegt hlutfall af reikningi sem beri að borga þjónum. Þetta er mikil hækkun því hingað til hafa ferðamenn getað miðað við að greiða 18-20% í þjórfé og fyrir aðeins þremur árum var hlutfallið 16 af hundraði. Þess ber þó að geta að aðeins skal greiða svo hátt hlutfall af reikningi ef viðskiptavinurinn er ánægður með þá þjónustu sem hann fær. Ekki eru þó allir íbúar New York- borgar sammála þessu nýja viðmiði borgarstjórans því útgefandi veitingahúsahandbókar Zagat, Tim Zagat, telur það allt of hátt. Hann sagði í viðtali við fréttablaðið San Fransisco Chronicle að hinn almenni NewYork-búi borgi um 18,3 prósent í þjórfé og telur hann það eðlilegt hlutfall

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar