Pagon - Fylkir 1-1

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Pagon - Fylkir 1-1

Kaupa Í körfu

LEIKMENN Fylkis fögnuðu innilega að leikslokum í Szezecin í Póllandi í gær þegar flautað var til leiksloka og ljóst að þeir höfðu unnið sér sæti í annarri umferð Evrópukeppni félagsliða með því að gera 1:1 jafntefli við Pogon. Það var jöfnunarmark Péturs Björns Jónssonar á næstsíðustu mínútu leiksins sem tryggði Fylki sæti í næstu umferð keppninnar. Án þess hefðu Árbæingar verið úr leik þrátt fyrir sigur í fyrri leiknum, 2:1. Þetta er í fyrsta skipti sem Fylkir tekur þátt í Evrópukeppni og um leið í fyrsta sinn sem íslenskt félagslið, sem tekur þátt í keppninni í fyrsta sinn, kemst í aðra umferð. Rúmlega 200 stuðningsmenn Fylkis fóru í gær með leiguflugi til Szezecin til að styðja við bakið á sínum mönnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar