Mjódd

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mjódd

Kaupa Í körfu

RÚMAR tvær vikur eru nú í að umferð verði hleypt á mislægu gatnamótin á mótum Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar sem nú eru í smíðum. Að sögn Magnúsar Einarssonar, umsjónarmanns hjá Vegagerðinni, er stefnt að því að koma umferð á gatnamótin þann 22. september. "Það er allt á fullum dampi núna. Ég held að það sé yfir 100 manns á svæðinu og ætli það séu ekki um 50 tæki þarna að snúast," segir hann. Inni í þeim framkvæmdum sem stefnt er að því að klára í haust, er brúin sjálf auk gönguleiða sem m.a. tengja Árskóga við Mjódd. "Næsta vor göngum við svo frá gróðri og landmótun þarna í kring," segir Magnús. Hann segir umferð á svæðinu hafa gengið vel fyrir sig þrátt fyrir umfang framkvæmdanna og býst við að svo verði áfram. Fjárhagsáætlanir virðast einnig ætla að standast að sögn Magnúsar en um er að ræða framkvæmdir fyrir rúman milljarð króna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar