Eystrasaltslöndin 10 ára stjórnmálasamband

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eystrasaltslöndin 10 ára stjórnmálasamband

Kaupa Í körfu

Afmælisdagskrá til minningar um tíu ára stjórnmálasamband Íslands og Eystrasaltslandanna Ráðherrar á Þingvöllum MYNDATEXTI: UTANRÍKISRÁÐHERRAR Eystrasaltslandanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens, tóku í gær þátt í sérstakri afmælisdagskrá í boði íslenzku ríkisstjórnarinnar til að minnast þess að áratugur er liðinn frá því Ísland varð fyrst ríkja til að taka upp formlegt stjórnmálasamband við ríkin þrjú eftir að þau endurheimtu frelsi sitt og sjálfstæði. Ráðherrarnir og aðrir þátttakendur í afmælisdagskránni snæddu hádegisverð á Þingvöllum og hér sjást ganga niður Almannagjá íslenzku utanríkisráðherrahjónin Sigurjóna Sigurðardóttir (þriðja f.h.) og Halldór Ásgrímsson. Við hlið Halldórs gengur Indulis Berzins, utanríkisráðherra Lettlands. Fjær til vinstri sést Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fv. utanríkisráðherra, ásamt Toomas Hendrik Ilves, utanríkisráðherra Eistlands, og Bryndísi Schram. ( Bryndís Schram ) ( Davíð Oddsson, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, Halldór, Eistland, lettland, Litháen, Höfði, blaðamannafundur, undirskrifun, )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar