Ólafur Ragnar Grímsson í opinberri heimsókn

Ólafur Ragnar Grímsson í opinberri heimsókn

Kaupa Í körfu

Forsetanum vel tekið Opinberri heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Norður-Þingeyjarsýslu lauk seint á þriðjudagskvöld. Veðrið lék við forseta og fylgdarlið hans báða daga heimsóknarinnar og íbúar þeirra plássa þar sem hann kom sýndu heimsókninni mikinn áhuga. MYNDATEXTI: Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri grunnskólans í Svalbarðshreppi, og Sunna Björk Ragnarsdóttir, einn nemendanna, sýna Ólafi Ragnari verkefni sem Sunna Björk og þrjár aðrar stúlkur unnu í tölvu eftir fimm daga skólaferðalag síðastliðið vor, suður Sprengisand til Selfoss og norður Kjöl. (Heimsókn Ólafs Ragnas Grímssonar í Norður Þingeyjarsýslu)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar