Fegrunarviðurkenningar reykjavíkurborgar

Þorkell

Fegrunarviðurkenningar reykjavíkurborgar

Kaupa Í körfu

Viðurkenningar fyrir fegrun lóða og húsa INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti síðastliðinn föstudag viðurkenningar fyrir frágang lóða og endurbætur á húsnæði í borginni. Viðurkenningar fyrir frágang lóða voru veittar vegna fjölbýlishúsa og fyrirtækja þar sem frágangur þykir framúrskarandi og þær hlutu fjölbýlishúsin Gullengi 13 og Flétturimi 2-8, Verðbréfastofan hf., Suðurlandsbraut 18 og RÚV, Efstaleiti 1. Viðurkenningar fyrir endurbætur á húsnæði hlutu eigendur þriggja eldri húsa borgarinnar sem vel hafa staðið að endurbótum á þeim. Þær húseignir sem viðurkenningar hlutu voru steinbærinn Götuhús að Vesturgötu 50, gamli prestabústaðurinn að Landakoti og loks var eigendum Tómasarhaga 55 veitt viðurkenning fyrir endurbætur á húsi sínu. Nefndir skipaðar af skipulags- og byggingarnefnd borgarinnar völdu úr þær lóðir og hús sem skara þóttu framúr á þessum sviðum.MYNDATEXTI: Handhafar fegrunarviðurkenninga Reykjavíkur ásamt borgarstjóra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar