Brúin yfir Norðfjarðará
Kaupa Í körfu
Myndatexti :BRÚIN yfir Norðfjarðará er stórskemmd eftir flóð í ánni aðfaranótt miðvikudags og því er ekki þorandi yfir hana á rútum og stórum bílum, enda þolir brúin ekki umferð bifreiða með heildarþunga yfir 3 tonnum. Flutningabílar voru seinnipartinn í gær farnir að aka yfir ána á vaði neðan við brúna, en þegar þessi mynd var tekin í gærmorgun hafði engum dottið slíkt í hug. Rúta á leið til Neskaupstaðar var því stöðvuð sunnan við brúna á meðan hlaupið var með aðföng yfir fljótið þar sem annar bíll beið á bakkanum hinum megin Norðfjarðará ós gríðarlega í úrhellinu og stórskemmdi brúna yfir ána. Að sögn Rögnvaldar Gunnarssonar deildarstjóra framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar gróf áin undan tveimur millistöplum brúarinnar með þeim afleiðingum að millistöpullinn nær Norðfirði seig um allt 80 cm og hinn stöpullinn aðeins minna. Brúin, sem byggð var um 1950 er steypt bitabrú en ofan á henni eru stálbitar með timburgólfi. Þótt brúin hefði skemmst mikið var unnt að leyfa létta umferð yfir hana og takmarka heildarþunga bifreiða við þrjú tonn. Lokað var fyrir umferð yfir brúna frá klukkan 20 á þriðjudagskvöld til klukkan 8.30 í gærmorgun. "Næsta skref hjá okkur er að skoða hvað við getum gert til að koma á þyngri umferð yfir brúna," sagði Rögnvaldur. "Þetta er mál sem fer í skoðun nú þegar." Rögnvaldur sagði að til stæði að bjóða út byggingu nýrrar brúar yfir Norðfjarðará, en afhenda á útboðsögn á næstkomandi mánudag. Nýja brúin á að vera um 30 metrum ofan við núverandi brú. Nýja brúin verður um 36 metra löng en núverandi brú er 48 metra löng. "Áætlað var að nýja brúin yrði tilbúin næsta vor, þótt ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir þar að lútandi. Það verður skoðað hvort ástæða sé til að flýta þeirri framkvæmd, því það mun kosta okkur eitthvað að halda þungaumferðinni yfir gömlu brúna í vetur." Að sögn Rögnvaldar á nýja brúin að vera í einu brúarhafi, þ.e. að engir millistöplar verða í brúnni og mun betur gengið frá endastöplum hennar í samanburði við gömlu brúna.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir